Career Compass stuðlar að því að styðja ungt fullorðið fólk í samfélaginu til að koma fram með nýjungar í eigin starfsþróun og jafnvel bæta samfélagið í kjölfar heimsfaraldurs. Stefnt er að því að bæta við leiðbeiningar um og auka samþættingu um starfsþróun til langs tíma. Þetta er gert með því að þróa 40 ör-úrræði sem eiga rætur að rekja til skoskrar aðferðarfræði um starfsþróun en einnig með því að styðja við samlegðaráhrif milli ýmissa sviða menntunar.
Career Compass stuðlar að því að styðja ungt fullorðið fólk í samfélaginu til að koma fram með nýjungar í eigin starfsþróun og jafnvel bæta samfélagið í kjölfar heimsfaraldurs. Stefnt er að því að bæta við leiðbeiningar um og auka samþættingu um starfsþróun til langs tíma. Þetta er gert með því að þróa 40 ör-úrræði sem eiga rætur að rekja til skoskrar aðferðarfræði um starfsþróun en einnig með því að styðja við samlegðaráhrif milli ýmissa sviða menntunar.
Með Career Compass er þróað yfirgripsmikið líkan fyrir starfsþróunar sem hefur að markmiði til að styðja við ungt fullorðið fólk sem hefur hætt þátttöku í menntun, misst vinnuna t.d. af völdum heimsfaraldursins eða er almennt í viðkvæmri stöðu. Aðferðafræðin byggir á að þróaðar verða leiðir á bæði byrjunar- og háu stigi. Þar sem markmiðið er að koma með leiðbeiningar um starfsþróun er lagt til að símenntun í landinu njóti góðs af. Career Compass aðferðin er ætlað að nota fyrir breiðan hóp fólks sem leitar aðstoðar við eigin starfsþróun. Leitast veriður við að skapa samlegðaráhrif milli fagfólks á sviði menntamála og mismunandi hagsmunaaðila í ýmsum geirum menntunar og þjálfunar. Þar á meðal er átt við þá sem vinna að starfsmenntun, starfa í skólum og einnig við að veita þjónustu á sviði atvinnuþróunar.
Career Compass er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið hófst í nóvember 2022 og stendur fram í október 2024.
Fyrir fimmtán árum var ekkert til sem hét „zero-hour“ samningur. Starfandi fólki trúðu því að menntun á háskólastigi myndi tryggja þeim „gott starf“. Þá hljómaði einnig stafræn þróun starfa eins og eitthvað sem tæki mjög langan tíma til að verða að veruleika. Þessum breytingum höfum við orðið vitni að á einum áratug. En það eru líka þúsund aðrar breytingar sem hægt væri að nefna. Dæmigerður starfsferill getur spannað fimm eða jafnvel enn fleiri áratugi. Þetta undirstrikar hversu mikið „landslag“ starfsferlis getur breyst fyrir ungt fullorðið fólk í gegnum tíðina. En líka hvers vegna það er svo mikilvægt að styðja fólk við að þróa eigin starfsferil svo það geti lagað sig að þeim breytingum á starfsumhverfi sem það stendur frammi fyrir.
Samstarfsaðilar Career Compass verkefnisins hafa ákveðið þrjú megin svið sem lykilatriði til að ná jákvæðum árangri hvað varðar fullorðinsfræðslu og handleiðslu um starfsþróun. Þessi svið eru:
(1) færni kennara sem vinna með fullorðna og um leið sérsniðin áætlun til að byggja upp faglegar leiðbeiningar fyrir kennarana.
(2) Hönnun námsefnis, en skýrsla sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf út árið 2020 undirstrikar nauðsyn þess að útvega sveigjanleg, aðgengileg stafræn úrræði til að styðja fullorðið fólk við að þróa færni sína hvað varðar val á starfsferli.
(3) Og loks að efla þjónustu fyrir fullorðna sem tekur á þörf fyrir að skapa staðbundin samlegðaráhrif milli símenntunar og þeirra aðila sem aðstoða fólk við val á starfsferli auk þess að frekari tengsl við atvinnulífið skipta máli hér.
Career Compass hópurinn ætlar að vinna að því að koma fram með eftirfarandi niðurstöður til að bregðast við þessum þörfum:
(1) Settar verða saman um 40 stutta úrræði um leiðbeiningar um starfsþróun. Þar af 32 sem byggja á skoskri fyrirmynd um starfsstjórnun. Og loks 8 úrræði sem styðja ungt fullorðið fólk til að þróa viðhorf fólks til breytts landslags um starfsþróun.
(2) Faglega áætlun fyrir kennara í fullorðinsfræðslu til að bæta enn á hæfileika þeirra.
(3) Nám á netinu sem kallast MOOC, verður þróað en það byggir á nýju námsefni fyrir ungt fullorðið fólk og fyrir fagfólk í fullorðinsfræðslu og þjónustu þar að lútandi.
Að verkefninu Career Compass standa þátttakendur frá átta löndum. Þeir koma frá Íslandi, Kýpur, Spáni, Króatíu, Tékklandi, Írlandi, Póllandi og Portúgal. Hópurinn vinnur að því að uppfylla markmið þess og ætla að skila árangri af því til markhópsins, en er ungt fullorðið fólk. Þetta er talið vera hluti af símenntun í þátttökulöndunum. Í hópnum er gott jafnvægi á milli aðila sem veita ungu fólki fræðslu og þjálfun og fyrirtækjum sem vinna að símenntun á sviði ráðgjafar um starfsval.
Ísland
Írland
Kýpur
Spánn
Króatía
Tékkland
Pólland
Portúgal
To get involved and support our project, please find, and follow us on Social Media
Styrkt af Evrópusambandinu. Skoðanir og álit sem sett eru fram eru hins vegar aðeins höfundar og endurspegla ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins eða Framkvæmdastofnunarinnar um mennta- og menningarmál (EACEA). Hvorki Evrópusambandið né EACEA geta borið ábyrgð á þeim -2022-1-IS01-KA220-ADU-